Max Norhern Light
Max Norhern Light

Mannlíf

Spáir stórkostlegu sólarsumri
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 22. maí 2020 kl. 22:49

Spáir stórkostlegu sólarsumri

Hjörtur M Guðbjartsson, fastlínusérfræðinur hjá Nova, óttast köngulær og segir indverskan mat vera það versta sem til er matarkyns.

– Nafn:

Hjörtur M Guðbjartsson

– Fæðingardagur:

6. júní 1983

– Fæðingarstaður:

Reykjavík

– Fjölskylda:

Kvæntur Vilborgu Pétursdóttur og saman eigum við börnin Jón Daníel, Auði og Mörtu.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Körfuboltamaður.

– Aðaláhugamál:

Körfubolti og eldamennska .

– Uppáhalds vefsíða:

vf.is

Uppáhalds app í símanum:

Instagram

– Uppáhalds hlaðvarp:

Get ekki valið á milli Í ljósi sögunnar, Endalínunnar og Þvottakörfunnar. Hlusta á hvern einasta þátt.

– Uppáhalds matur:

Gott pasta í rjómasósu.

– Versti matur:

Indverskur “matur”.

– Hvað er best á grillið?

Vel meyrnuð nauta ribeye.

– Uppáhalds drykkur?

Redbull reddar mörgum dögum.

– Hvað óttastu:

köngulær.

– Mottó í lífinu:

Við reddum þessu!

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?

Ég tæki góðan tebolla með Karli Marx.

– Hvaða bók lastu síðast?

Bróðir minn ljónshjarta.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?

Það er Big Bang Theory maraþon í gangi.

– Uppáhalds sjónvarpsefni?

Körfuboltakvöld

– Fylgistu með fréttum?

Já, alltof mikið.

– Hvað sástu síðast í bíó?

Ég man þig.

– Uppáhalds íþróttamaður?

Shaq

Uppáhalds íþróttafélag?

Njarðvík.

– Ertu hjátrúarfullur?

Nei.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?

Ekkert sem toppar gott techno.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?

Ed Sheeran

– Hvað hefur þú að atvinnu?

Fastlínusérfræðingur hjá Nova.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?

Hef unnið mest heiman frá og græði 2 tíma á dag með fjölskyldunni.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Ekki einu sinni Covid getur skyggt á fæðingu dætra minna tveggja í febrúar þannig að fyrir mína fjölskyldu hefur þetta ár verið rólegt en samt frábært.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Ég spái stórkostlegu sólarsumri sem verður ekki síðra en 2019 sem á eftir að lyfta brún okkar eftir erfiðan vetur.

– Hvað á að gera í sumar?

Rúlla eitthvað útá land, grilla og njóta þess að vera til.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Á Snæfellsnes þar sem mín bíður gullin strönd og lækur fullur af silung.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Ég myndi byrja á því að kaupa nesti í Valgeirsbakaríi og taka svo Reykjaneshringinn og finna góða skjólsæla gjótu og fara í lautarferð.