KSTeinarsson sýning
KSTeinarsson sýning

Mannlíf

Afmælistónleikar til heiðurs Rúnna Júll í Hljómahöll
Föstudagur 12. september 2025 kl. 11:35

Afmælistónleikar til heiðurs Rúnna Júll í Hljómahöll

Afmælistónleikar til heiðurs Rúnari Júlíussyni sem hefði orðið 80 ára hinn 13. apríl sl. verða endurteknir í Hljómahöll 19. sept. Synir Rúnars, Baldur og Júlíus, hafa haft veg og vanda á tónleikaröð af þessu tilefni.

Þeir hafa sett saman hljómsveit skipaða einhverri skemmtilegustu hrynsveit landsins en það er þeir Arnar Þór Gíslason, Guðni Finnsson og Birkir Rafn Gíslason. Tónleikaröðin hefur tekist með eindæmum vel og hafa gestir skemmt sér konunglega Njarðvík, Keflavík, Hafnarfirði, Akureyri og einnig í Kaupmannahöfn. Stapinn var stappfullur þann 13. apríl og höfðu margir orð á því að koma aftur og heyra sögur af ferli Rúnars og samferðamönnum hans þar sem ekkert er dregið undan.

Það er ekkert víst að þetta klikki eða verði endurtekið. Miðasala á tix.is.

Bílakjarninn
Bílakjarninn