Föstudagur 5. september 2025 kl. 17:09

Saga Keflavíkurkirkju sögð á Ljósanótt

Sögusýningin Kirkja er samfélag – 110 ára vígsluafmæli Keflavíkurkirkju og 25 ára afmæli Kirkjulundar hefur verið opnuð í Kirkjulundi. Sýningin er opin um Ljósanæturhelgina frá hádegi og til klukkan fjögur síðdegis.

Dagný Maggýjar er sýningarstjóri þar sem byggingar- og endurbótasaga Keflavíkurkirkju sem og hönnunar- og byggingarsaga Kirkjulundar er gerð skil á söguspjöldum sem munu hanga á veggjum Kirkjulundar. Auk þess eru til sýnis gripir, munir og klæði sem bæði eru varðveitt í geymslurými kirkjunnar og á Byggðasafni Reykjanesbæjar.

Í spilaranum er myndskeið þar sem rætt er við sr. Erlu Guðmundsdóttur sóknarprest og Dagnýju Maggýjar sýningarstjóra.