Svipmyndir frá Ljósanótt 2025
Heimamenn telja að aldrei hafi fleiri sótt bæjar- og fjölskylduhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ en nú í ár. Gríðarlega fjölbreytt dagskrá stóð yfir í fjóra daga sem náði hámarki á laugardagskvöld þegar líklega á mili 30 og 40 þúsund manns voru í og við hátíðarsvæðið á Bakkalág í miðbæ Reykjanesbæjar. Í myndasafni hér að neðan má sjá svipmyndir frá Ljósanótt.