Skemmtiferðaskip í Keflavík
Skemmtiferðaskipið Plancius
Plancius er 90 metrar að lengd og um 3.400 brúttótonn. Um borð eru um 90 farþegar auk 50 manna áhafnar. Farþegarnir eru fjölbreyttur hópur frá ýmsum löndum og á mismunandi aldri, margir hverjir spenntir að skoða bæinn, versla og njóta menningar og afþreyingar, segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Reykjaness.
Á meðan viðdvöl skipsins stendur verður upplýsingabás mannaður á bryggjunni á vegum Reykjanesbæjar þar sem gestir geta nálgast ýmsar upplýsingar um bæinn og svæðið.
Markaðsstofan segir þetta einstakt tækifæri fyrir verslanir, veitingastaði og aðra þjónustuaðila í Reykjanesbæ til að bjóða upp á þjónustu fyrir erlenda gesti. Fyrir frekari upplýsingar eða ef þú ert með þjónustu, vörur eða afþreyingu, sendu upplýsingar til Halldórs Hermannssonar hafnarstjóra (halldor.k.hermannsson@