KSTeinarsson sýning
KSTeinarsson sýning

Fréttir

Reykjanesbær kallar eftir hraðari tvöföldun Reykjanesbrautar
Þriðjudagur 9. september 2025 kl. 09:09

Reykjanesbær kallar eftir hraðari tvöföldun Reykjanesbrautar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ítrekað mikilvægi þess að hraða framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Málið var til umræðu á fundi bæjarstjórnar 2. september þar sem samþykkt var einróma að senda skýrt hvatningarorð til stjórnvalda.

Í bókun bæjarstjórnar, sem samþykkt var með atkvæðum allra bæjarfulltrúa, segir að ánægjulegt sé hve vel hafi gengið að hanna og undirbúa framkvæmdina. Hins vegar sé óásættanlegt að bíða þurfi í allt að áratug – og jafnvel 40 ár – eftir tvöföldun á 40 kílómetra kafla sem ber yfir 25.000 bíla á sólarhring.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórn, þingmenn og samgönguyfirvöld til að flýta framkvæmdinni sem nú er á samgönguáætlun fyrir árin 2029 til 2035.