ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Jón Eysteinsson látinn
Mánudagur 8. september 2025 kl. 10:06

Jón Eysteinsson látinn

Jón Ey­steins­son, fv. sýslumaður í Kefla­vík, lést 2. sept­em­ber, 88 ára að aldri.

Jón fædd­ist í Reykja­vík 10. janú­ar árið 1937. For­eldr­ar hans voru Ey­steinn Jóns­son, þingmaður og ráðherra, og Sól­veig Guðrún Jóna Eyj­ólfs­dótt­ir hús­móðir.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Jón tók stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um á Laug­ar­vatni 1957, lög­fræðipróf frá HÍ 1965 og varð lög­gilt­ur fast­eigna­sali sama ár. Árið 1966 fékk hann rétt­indi sem héraðsdóms­lögmaður. Með námi var hann starfsmaður Lands­banka Íslands og rak síðan fast­eigna­sölu og mál­flutn­ings­stofu 1965-1966.

Jón var full­trúi hjá bæj­ar­fóg­et­an­um í Kefla­vík 1966 og bæj­ar­fóg­et­an­um í Kópa­vogi 1966-1970, vann á lög­fræðiskrif­stofu Jóns Ein­ars Jak­obs­son­ar 1969-1971 og var aft­ur full­trúi og síðan aðal­full­trúi hjá fóget­an­um í Kefla­vík 1971-1974. Jón var héraðsdóm­ari hjá bæj­ar­fóg­et­an­um í Kefla­vík, Grinda­vík, Njarðvík og sýslu­mann­in­um í Gull­bringu­sýslu 1974-1975. Hann var sýslumaður sama embætt­is 1975-1992, er því var breytt í embætti sýslu­manns í Kefla­vík, og gegndi því starfi til árs­ins 2007, að hann fór á eft­ir­laun. Jón lét ekki þar við sitja og sinnti lög­manns­störf­um næstu tíu árin, með aðstöðu á lög­manns­stofu Ásbjörns Jóns­son­ar.

Jón sinnti ýms­um fé­lags­störf­um fyr­ir dóm­ar­a­full­trúa og sýslu­menn og var lengi fé­lagi í Li­ons­klúbbi Kefla­vík­ur. Þá átti hann sæti í stjórn Spari­sjóðsins í Kefla­vík­ árin 1983-1991.

Jón var mikill íþróttaáhugamaður og á yngri árum lék hann körfuknatt­leik, varð Reykja­vík­ur­meist­ari með Íþrótta­fé­lagi stúd­enta árið 1957 og Íslands­meist­ari með sama fé­lagi tveim­ur árum síðar. Var Jón val­inn í fyrsta landslið Íslands í körfuknatt­leik árið 1959 og sinnti dómgæslu að ferli lokn­um, dæmdi m.a. lands­leiki. Hann átti um tíma sæti í stjórn KKÍ og fékk gull­merki sam­bands­ins árið 1991. Jón var í rit­nefnd bók­ar­inn­ar Leikni fram­ar lík­ams­b­urðum um sögu körfuknatt­leiks hér á landi. Jón kynntist golfíþróttinni og fór eins oft og tækifæri gafst til að fara í golf. Þá mætti hann reglulega til sunds í Keflavík í áratugi með félögum sínum í Fyrstu deildinni. 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Jóns er Magnús­ína Guðmunds­dótt­ir, f. 1943. Syn­ir þeirra eru Ey­steinn, f. 1970, og Guðmund­ur Ingvar, f. 1977. Son­ur Magnús­ínu og stjúp­son­ur Jóns er Karl Jóns­son, f. 1965. Barna­börn­in eru tíu og langafa­barn eitt.