Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Mannlíf

Þúsundir nutu í veðurblíðu á Ljósanæturlaugardegi
Sunnudagur 7. september 2025 kl. 11:40

Þúsundir nutu í veðurblíðu á Ljósanæturlaugardegi

„Það var líf og fjör í bænum allt frá morgni til kvölds og við finnum hvernig fólk tekur svo sannarlega undir leiðarstefið okkar Saman með ljós í hjarta,“ segir Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur, eftir afar vel heppnaðan laugardag á Ljósanótt. 

Skipuleggjendur telja að tugþúsundir hafi lagt leið sína á hátíðarsvæðið í gær, enda var dagskráin sérlega fjölbreytt með Árgangagöngu, listsýningum, ókeypis barnadagskrá, glæsilegum tónlistaratriðum, matarvögnum og tívolí. Kvöldinu lauk á stórtónleikum og flugeldasýningu í blíðskaparveðri sem skapaði ógleymanlega stemningu yfir miðbænum. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk nóttin að mestu mjög vel fyrir sig og engin stór mál komu upp í tengslum við hátíðina. 

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Í dag, sunnudag, tekur við síðasti dagur Ljósanætur þar sem gestir geta enn notið sýninga, tónleika og fjölbreyttrar dagskrár víða um bæinn. Hátíðinni lýkur í kvöld þegar Bjartmar Guðlaugsson setur hátíðlegan lokapunkt á glæsilega Ljósan

æturhelgi í kvöldmessu í Keflavíkurkirkju.