Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

KK og Mugison með frábæra tónleika á Ljósanótt
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 5. september 2025 kl. 16:18

KK og Mugison með frábæra tónleika á Ljósanótt

Tónlistarmennirnir Kristján Kristjánsson og Örn Elías Guðmundsson, já eða KK og Mugison, héldu tónleika í Hljómahöll á fimmtudagskvöld á Ljósanóttinni. Vel var mætt á tónleikana sem heppnuðust einstaklega vel og var gítarsnillingurinn Guðmundur Pétursson félögunum til halds og trausts. Flutt voru lög beggja tónlistarmanna og inn á milli voru hláturtaugar gesta kitlaðar með óborganlegum sögum.

Í spjalli eftir tónleikana fóru félagarnir yfir upphaf samstarfs þeirra en von er á nýju efni frá þeim, þeir voru á dögunum í Nashville í Bandaríkjunum og verður spennandi að sjá hvað þessir frábæru tónlistarmenn kokka upp.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25