Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Líf og fjör á fyrsta degi Ljósanætur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 5. september 2025 kl. 10:10

Líf og fjör á fyrsta degi Ljósanætur

Það var líf og fjör á fimmtudegi á Ljósanótt þegar sýningar voru opnaðar víða um Reykjanesbæ en hátíðin var formlega sett um morguninn. Söngvastund var í Bergi í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnarbandið kom fram. Einnig var nýtt bókasafn opnað formlega. Um kvöldið voru tónleikar með Mugison og KK í troðfullum Stapa.

Víkurfréttir voru á ferðinni og hér eru myndir frá nokkrum þessara viðburða. Í gamla frystiklefa Hraðfrystihúss Keflavíkur voru til dæmis tvennir eineggja tvíburar að sýna listaverk sín. Hér í fréttinni er myndasafn.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Kjartan Már bæjarstjóri afhenti Guðnýju Kristínu Bjarnadóttur, nýjum bókasafnstjóra, formlega nýtt húsnæði bókasafnsins.

Ljósanótt 2025 - fimmtudagur

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25