Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Hestamennskan í fyrirrúmi
Föstudagur 5. september 2025 kl. 06:15

Hestamennskan í fyrirrúmi

Jón Guðlaugsson er fyrrverandi slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja og er nú kominn á eftirlaun. Hann hefur í nógu að snúast eftir að hann hætti sínum daglegu störfum.

Hvernig varðir þú sumarfríinu?

Sumarfríið hefur farið í reiðtúra á Suðurnesjum  og ferðalag sem við Ásta ásamt systrum mínum fórum í til Vestfjarða.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Hvað stóð upp úr?

Það sem stóð uppúr í sumar var fjöskyldumót sem haldið var í Stykkishólmi þar sem við systkinin börn og barnabörn áttum saman yndislega helgi.

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt sem gerist á hverju sumri en að þessu sinna held ég að veðrið  hafi komið skemmtilegast á óvart.

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

Undanfarin ár hef ég ásamt ferðafélögum farið í hestaferðir á Melrakkasléttu og notið gestrisni þeirra heiðurshjóna Helga og Línu á Snartastöðum. Við höfum farið um sléttuna þvera og endilanga, farið í Ásbyrgi  og notið leiðsagnar heimamanna í þessum ferðum og séð mikla náttúrufegurð á þessu svæði og er sléttan komin í mikið uppáhald hjá mér.

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum fyrir komandi vetur?

Það er alltaf nóg framundan en ég reikna helst með því að hestamennskan verði í fyrirrúmi.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Ljósanótt er frábær menningarviðburður og Reykjanesbær hefur staðið feikna vel að allri skipulagningu í gegnum árin, en að halda slíka hátíð krefst mikillar skipulagningar og samvinnu margra aðila og hefur það samstarf gengið mjög vel alla tíð.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

Ég reyni að sækja sem flesta viðburði sem eru í boði en vegna þess hversu fjölbreytnin og framboð er mikið þá kemst maður á allt sem manni langar til.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Þar sem ég  hef lengst af verið í hlutverki viðbragðsaðila þá stendur uppúr hjá mér hversu vel hefur tekist til og hátíðin verið án stórra áfalla.

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Sú hefð hefur skapast hjá okkur Ástu að systir hennar Ósk og hennar maður hafa verið hjá okkur um Ljósanæturhelgina  og  notið þeirra viðburða sem boðið er upp á þessa frábæri helgi.

Síðan reyni ég alltaf að þiggja kjötsúpuna hjá snillingnum Axel.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25