Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 1. ágúst 2025 kl. 22:24

Enn smá skvettur - myndskeið frá tveggja vikna gömlu eldgosi

Enn lifir í síðasta gígnum í tólfta eldgosinu sem hófst á miðvikudag fyrir rúmlega tveimur vikum. Jón Steinar Sæmundsson, verkstjóri hjá Vísi í Grindavík og áhugaljósmyndari sendi drónann sinn yfir gosið 30. júlí sl. og á þeim myndum má sjá að enn eru smá skvettur eins og Jón Steinar orðar það í sinni færslu, þó svo að líklega styttist í endalokin.