Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Mannlíf

Súpuhittingur hjá Newman frænda er ómissandi
Föstudagur 5. september 2025 kl. 06:05

Súpuhittingur hjá Newman frænda er ómissandi

Píparanum Rúnari Helgasyni hjá Lagnaþjónustu Suðurnesja þykir vænt um fasta hefð á Ljósanótt þegar hann fer í súpuhitting hjá frænda sínum úr Höfnunum en Rúnar hefur verið á faraldsfæti þegar færi hefur gefist á síðustu mánuðum.
Hvernig varðir þú sumarfríinu?

Það var mjög gaman í Orlando með fjöllunni og barnabörnum.

Hvað stóð upp úr í sumar?

Geggjuð mótorhjóla ferð með Róberti málara um Alpana í maí. Við hjóluðum um Þýskaland, Austurríki, Sviss, Liechtenstein, Ítalíu og Þýskaland. Svo fór ég og yngsta dóttirin á Coldplay tónleika á Hard Rock stadium í Miami. Það var líka mjög skemmtilegt.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Hvað lífið getur tekið óvænta stefnu.

Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

Það er alltaf stemmning að koma til Akureyrar.

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum í vetur?

Já, það er á verkefnalistanum að flytja í nýja íbúð við sjávarsíðuna.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Geggjuð!

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

Í Holtunum heima, árgangagönguna, stóra sviðið á laugardagskvöldið og svo kíkir maður á einhverjar sýningar.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Þegar ‘73 árgangurinn varð fimmtugur og djammaði alla helgina. Það verður seint toppað.

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Þegar maður er með stóra fjölskyldu þá er það svo sem alltaf að breytast en mér þykir voða vænt um um súpuhitting hjá Geira Newman frænda á laugardeginum.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25