Fjölmenni við setningu Ljósanætur
Ljósanótt var sett með formlegum hætti í skrúðgarðinum í Keflavík í morgun. Nemendur i þriðja, sjöunda og tíunda bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ tóku þátt í setningarathöfninni ásamt leikskólabörnum af þrettán leikskólum í bæjarfélaginu.
Bæjarstjórinn ávarpaði gesti á setningarhátíðinni, börnin sungu Ljósanæturlagið „Velkomin á Ljósanótt“ og VÆB-bræðurnir komu og trylltu lýðinn í blíðunni sem var í Keflavík í morgun en veðrið var það gott að Ljósanæturfáninn var til vandræða af hreyfingarleysi á stönginni.
Í meðfylgjandi myndskeiði eru svipmyndir frá setningarathöfninni og viðtal við Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra, sem á von á ánægjulegri Ljósanótt.