Laugardagur 6. september 2025 kl. 23:45

Glæsileg flugeldasýning á Ljósanótt

Flugeldasýningin á Ljósanótt í Reykjanesbæ var glæsileg, enda viðraði vel til að skjóta upp flugeldum af Berginu. Björgunarsveitin Suðurnes sá um að setja saman sýninguna en fyrirtækið GTS ehf., sem annast almenningssamgöngur í Reykjanesbæ, kostaði sýninguna að þessu sinni.

Í spilaranum má sjá upptöku af sýningunni úr dróna Víkurfrétta með ljósin í bænum í baksýn. Upptakan er í 4K upplausn.