Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Alltaf gaman að hitta brottflutta Suðurnesjamenn á þessari flottu bæjarhátíð
Laugardagur 6. september 2025 kl. 06:00

Alltaf gaman að hitta brottflutta Suðurnesjamenn á þessari flottu bæjarhátíð

Bjarki Sigurðsson er birgðastjóri hjá HS Orku. Hann segir sumarið hafa farið að mestu í vinnu í garðinum ásamt því að ferðast upp í sumarbústað fjölskyldunnar. Þá komu tólf hvolpar í heiminn á heimilinu í sumar og það stendur að sjálfsögðu uppúr af öllu því góða sem gerst hefur í sumar.

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

Það verður að teljast hvað það er búið að vera gott veður hjá okkur.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Áttu þér uppáhalds stað til að heimsækja innanlands?

Atlavík ótrúlega fallegur staður.

Er eitthvað sérstakt á verkefnalistanum fyrir komandi vetur?

Verkefnalistinn er aldrei tómur, en ég ætla að ferðast meira erlendis í vetur.

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

Ljósanótt skipar stóran sess í mínu hjarta og það er alltaf gaman að hitta brottflutta Suðurnesjamenn á þessari flottu bæjarhátíð.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

Fimmtudagskvöld er alltaf skyldumæting á listasýningar.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

Árgangagangan hjá árgangi 1972 heppnaðist frábærlega 2022.

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf?

Það er að horfa á bílalestina koma niður Hafnargötu og hlusta á okkar flottu söngvara á sviðinu og ljúka svo kvöldinu á flugeldasýningu.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25