Föstudagur 5. september 2025 kl. 22:18

VÆB í kjötsúpunni frá Skólamat

Kjötsúpulestin sem Skólamatur stendur fyrir á Ljósanótt fékk heldur betur liðsauka í kvöld þegar VÆB-bræður, þeir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi gengu til liðs við Skólamat og gáfu þúsundir skammta af rjúkandi kjötsúpu á súpukvöldinu við ráðhústorgið í Reykjanesbæ í kvöld.

Það var mikið stuð á þeim bræðrum sem drógu að sér mikla athygli hjá bæði ungum og öldnum.

Þeir sögðu kjötsúpuna góða og hrósuðu líka grjónagrautnum sem þeir fengu reglulega frá Skólamat á grunnskólaárum sínum í Hörðuvallaskóla í Hafnarfirði.

Í spilaranum er rætt við þá bræður og Axel Jónsson Skólamatreiðlumeistara.