Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 6. september 2025 kl. 12:31

Frábær stemmning í Holtunum heima - video

Um áttahundruð manns nutu tónleikanna Í Holtunum heima á föstudagskvöldi á Ljósanótt. Landsliðsfólk úr tónlistinni flutti lög tileinkuð 80 ára afmæli stjarnanna úr Keflavík, þeirra Gunna Þórðar, Rúnna Júll og Villa Vill.

Veðurguðirnir vildu greinilega heyra vel því þeir voru í sínu besta skapi og var sannkölluð blíða allt kvöldið. Allt gekk vel þó fjölmennt væri og mikil ánægja með frábæra dagskrá sem endaði með glæsilegri flugeldasýningu.