Fimmtudagur 11. september 2025 kl. 22:11

Suðurnesjamagasín á skjáinn

Suðurnesjamagasín er komið úr löngu og góðu sumarfríi. Nýjasti þátturinn frá okkur er í spilaranum hér að ofan.

Í þættinum er farið í sjósund, kíkt á sögusýningu í Keflavíkurkirkju, rætt við Magnús Orra kvikmyndagerðarmann, Bókasafn Reykjanesbæjar heimsótt og púlsinn tekinn á nýafstaðinni Ljósanótt, svo eitthvað sé nefnt.