Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Fyrsti kappleikurinn í íþróttahúsi Grindavíkur í tæp tvö ár
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 11. september 2025 kl. 19:57

Fyrsti kappleikurinn í íþróttahúsi Grindavíkur í tæp tvö ár

Grindavík vann Hamar/Þór Þ í fyrsta leiknum í kvöld í kvennaæfingamóti til minningar um Ólaf Þór Jóhannsson en leikurinn var merkilegur, sá fyrsti í íþróttahúsi Grindavíkur síðan 9. nóvember 2023!

Grindavík vann leikinn 71-64 og munaði minnstu að Grindavík glutraði niður hátt í tuttugu stiga forskoti. Þetta var fyrsti leikurinn í þessu nýja hraðæfingamóti kvenna en hin liðin sem keppa eru Íslandsmeistarar Hauka og KR og mættust þau lið að loknum leik Grindavíkur og Hamars/Þórs Þ.

Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur og Ísabella Sigurðardóttir, voru í viðtali eftir leikinn.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Emilie Hesseldal á vítalínunni en hún lék síðustu tvö tímabil með Njarðvík.

Fín mæting var í stúkuna.

Þorleifur Ólafsson: Ísabella Sigurðardóttir: