KSTeinarsson sýning
KSTeinarsson sýning

Íþróttir

Fjóla stigameistari GSÍ
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 10. september 2025 kl. 15:24

Fjóla stigameistari GSÍ

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Golfklúbbi Suðurnesja, er stigameistari 2025 en hún varð efst á Unglingamótaröð Golfsambands Íslands í flokki 17-18 ára stúlkna. Fjóla fékk 4.940 stig, en hún tók þátt í öllum 7 mótum tímabilsins.

Hún sigraði á tveimur mótum, varð í öðru sæti einu sinni, einu sinni í þriðja sæti, tvisvar í fjórða og einu sinni í áttunda. Fjóla varð Íslandsmeistari flokksins í höggleik í ágústmánuði og lék þar frábært golf.

Bílakjarninn
Bílakjarninn