Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Stórleikir í knattspyrnunni á morgun
Síðast fögnuðu Njarðvíkingar sigri í nágrannslagnum, munu grannarnir hefna ófaranna?
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 5. september 2025 kl. 16:32

Stórleikir í knattspyrnunni á morgun

Mikið verður um að vera hjá knattspyrnuliðum Suðurnesja um helgina og gætu línur skýrst út varðandi framhaldið. Á engan er hallað þótt stórleikurinn sé „el classico“ á HS Orku vellinum í Keflavík á milli grannanna í Keflavík og Njarðvík. Í 2. deild er Þróttur og Víðir að berjast á sitthvorum endanum og Reynir úr Sandgerði er líka að keppa.

Lengjudeild karla

Keflavík - Njarðvík á HS Orku vellinum í Keflavík kl. 16:00

Leikurinn er báðum liðum mjög mikilvægur, Njarðvík í baráttu um að vinna deildina, Keflavík í baráttu um að komast á meðal fimm efstu en þeir eru í sjötta sæti.

Grindavík - ÍR í Grindavík kl. 16:00.

Grindvíkingar í fallbaráttu þó þeir séu ekki í fallsæti en þeir verða að fá eitt stig hið minnsta til að halda sæti sínu í deildinni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

2. deild karla

Þróttur - Höttur/Huginn kl. 14:00

Þróttur á toppnum en einungis einu stigi ofar en Ægir og Grótta.

KFA - Víðir kl. 14:00

Víðismenn í fallbaráttu, eru í 10. sæti með 20 stig, tveimur stigum á undan Kára og þremur stigum frá Hötti/Huginn.

3. deild karla

KF - Reynir á Ólafsfjarðarvelli kl. 16:00

Reynismenn á lignum sjó.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25