Fögnður Grindavíkur/Njarðvíkur fölskvalaus - viðtöl eftir leik
Kvennalið Grindavíkur/Njarðvíkur tryggði sér sæti í Bestu deildinni að ári í gærkvöldi eftir sigur gegn HK, 4-1. Þetta lið sem sett var saman fyrir þetta tímabil, renndi blint í sjóinn en óx ásmegin eftir því sem leið á sumarið og uppskáru þær laun erfiðisins í gærkvöldi. Njarðvík hafði ekki teflt fram meistaraflokki kvenna í talsverðan tíma og Grindavíkurkonur voru á hálfgerðum hrakhólum eftir hamfarirnar í heimabænum, því var þetta borðleggjandi frábær ákvörðun að sameina liðin og verður fróðlegt að fylgjast með þeim að ári í deild hinna bestu.
Víkurfréttir voru að sjálfsögðu á staðnum og voru fagnaðarlætin í leikslok fest á filmu og viðtöl tekin.