Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Höfuðstöðvar Samkaupa  í Reykjanesbæ fluttar
Í höfuðstöðvum Samkaupa hf. á 5. hæð í Reykjanesbæ störfuðu 54 starfsmenn fyrr í sumar en eftir að Drangar, nýtt fyrirtæki, keypti Samkaup hefur á þriðja tug starfsmanna verið sagt upp og skrifstofan flutt á höfuðborgarsvæðið.
Fimmtudagur 11. september 2025 kl. 07:23

Höfuðstöðvar Samkaupa í Reykjanesbæ fluttar

Nettó mætir aukinni samkeppni og er nú opið til miðnættis

Skrifstofur Samkaupa fluttu í Smáralind í Kópavogi 29. ágúst síðastliðinn. Félagið er nú í meirihluta eigu Dranga hf. og systurfélög þess eru Orkan, Löður og Lyfjaval. „Suðurnesin eru okkur mikilvægt svæði og við höldum áfram góðri tengingu við íbúa,“ segir Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Samkaupum en fyrirtækið hefur verið eitt það stærsta í eigu Suðurnesjamanna í áratugi og verið með höfuðstöðvar á efstu hæð stærsta skrifstofuhúsnæðis í Reykjanesbæ í mörg ár. Þar störfuðu á sjötta tug starfsmanna áður en félagið fór undir Dranga í sumar. Á þriðja tug starfsmanna var sagt upp fljótlega eftir eigendaskiptin.

„Mikil samlegðartækifæri og samvinna er á milli félaga í samstæðunni og er því mikilvægt að vera með skrifstofur félaganna í nágrenni við hvor aðra. Það hafa engar frekari uppsagnir verið á skrifstofunni en alls starfa þar 9 starfsmenn sem búsettir eru á Suðurnesjum. Þá erum við með einn svæðisstjóra sem er með aðstöðu í Reykjanesbæ og sinnir verslunum þar.

Samkaup reka nú sjö verslanir á Suðurnesjum og engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á rekstri þessara verslana ef frá er talin breyting á opnunartíma Nettó í Krossmóa. Þar höfum við aukið við þjónustu okkar og verslunin er nú opin frá 7:30 til miðnættis. Við hlökkum síðan til að opna nýja Nettó verslun á Aðaltorgi á næsta ári.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Félagsmenn í Kaupfélagi Suðurnesja njóta áfram afsláttarkjara í gegnum Samkaupa appið, við höfum lagt áherslu á að styrkja íþróttafélögin á svæðinu og Nettó var einn af aðalbakhjörlum Ljósa-nætur í ár,“ sagði Heiður.