Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Sigrún Gyða tekur við leikskólanum Akri
VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 12. september 2025 kl. 06:05

Sigrún Gyða tekur við leikskólanum Akri

Breytingar eru að verða í rekstri tveggja leikskóla í Reykjanesbæ. Hjallastefnan ehf. hefur sagt upp samningi um rekstur leikskólanna Akurs og Vallar. Reykjanesbær tekur við rekstri Vallar 1. október næstkomandi en Sigrún Gyða Matthíasdóttir, leikskólastjóri á Akri, hefur gert þjónustusamning við bæinn um rekstur Akurs og tók við honum 1. september.

Á myndinni hér að ofan má sjá hvar þau Sigrún Gyða og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirrita samninginn um rekstur Akurs. Ekki er að vænta mikilla breytinga fyrir börnin á Akri, sama starfsfólkið verður áfram á leikskólanum og starfið á sömu nótum og verið hefur.

Bílakjarninn
Bílakjarninn