KSTeinarsson sýning
KSTeinarsson sýning

Fréttir

Snyrtimennska í Reykjanesbæ verðlaunuð
Úr verðlaunagarðinum að Langholti 2 í Keflavík. (Mynd úr einkasafni).
Föstudagur 12. september 2025 kl. 12:50

Snyrtimennska í Reykjanesbæ verðlaunuð

Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn á fimmtudag í síðustu viku. Veittar voru viðurkenningar fyrir einkagarð að Langholti 2 í Keflavík og villilundur í Ásahverfinu í Njarðvík fékk einnig verðlaun. Lundurinn er garðurinn við Grjótás 7 sem síðan fær að flæða út í náttúruna og niður með göngu- og hjólastíg sem liggur í gegnum hverfið.

N1 á Flugvöllum í Keflavík fékk viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð í vaxandi þjónustuhverfi. Gamli Top of the Rock á Ásbrú hefur heldur betur fengið andlitslyftingu en þar er nú Völlur Mathöll. Hún var verðlaunuð fyrir viðhald á eldra húsi. Þá fengu íbúar að Vallarbraut 6 í Njarðvík sérstaka viðurkenningu fyrir vel við haldið og snyrtilegt fjölbýlishús.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Að neðan má sjá fulltrúa verðlaunahafa ásamt fulltrúum Reykjanesbæjar sem í sumar hafa farið um bæinn og skoðað allar þær tilnefningar sem bárust.

Einkagarður
Langholt 2: Fallegur, fjölbreyttur og vel hirtur garður sem hefur verið tekinn í gegn. Ástþór Valur Árnason og Guðrún Aradóttir eru eigendur garðsins og veittu viðurkenningunni viðtöku í hófi fyrir verðlaunahafa í Bergi í Hljómahöll.

Samfélagsverðlaun

Grjótás 7: Villilundur við enda götunnar. Skógrækt út fyrir lóðamörk. Kristján Bjarnason og Svava Bogadóttir tóku við viðurkenningunni fyrir þennan skemmtilega villilund sem sjá má á myndinni hér að ofan.

Tilnefning frá íbúum

Vallarbraut 6: Vel viðhaldið fjölbýlishús og snyrtilegt, vel sinnt af íbúum. Hallfríðurð Matthíasdóttir, veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd húsfélags.

Fyrirtæki

N1 Flugvöllum: Snyrtileg lóð og aðkoma góð í vaxandi þjónustuhverfi. Yrkir eignir ehf. er húseigandi og Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri, veitti viðurkenningunni móttöku.

Viðhald á eldra húsi

Völlur Mathöll: Endurbygging og skemmtileg endurnýting á sögufrægu húsi. Þar var áður Top of the Rock á tímum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Það var Sævar Sverrisson hjá ToRo ehf. sem veitti viðurkenningunni móttölu.

Verðlaunahafar ásamt fulltrúum Reykjanesbæjar. VF/myndir: Hilmar Bragi