Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 12. september 2025 kl. 16:23

Mörg ungmenni og danshöfundurinn frá Suðurnesjum í Línu langsokk

Ungmenni frá Suðurnesjum eru meðal þátttakenda í uppfærslu á Línu langsokk sem er frumsýnd um helgina 13.-14. september. Þá er Elma Rún Kristinsdóttir sem rekur Ungleikhúsið í Reykjanesbæ, höfundur sviðs- og danshreyfinga í verkinu. Víkurfréttir litu við í Þjóðleikhúsinu í vikunni og ræddu við Elmu og krakkana. Hér er stutt innslag eftir þá heimsókn. Meira eftir helgina.