Föstudagur 12. september 2025 kl. 06:00
Hringtorg og nýr verslunarkjarni við Fitjabraut
Nýr og veglegur verslunarkjarni hefur risið við Fitjabraut í Njarðvík en þar hafa þrjár verslanir opnað að undanförnu, fyrst Krónan en síðan Gæludýr.is og Byko. Miklar vegaframkvæmdir hafa einnig staðið yfir með gerð hringtorgs sem opnaði fyrir Ljósanótt. Fyrir nokkru sagði eigandi World Class líkamsræktarstöðvanna frá fyrirhuguðum framkvæmdum við byggingu 200 herbergja lúxushótels, líkamsræktarstöðvar og baðlóns á þessu svæði. Á heimasíðu World Class er sagt frá því að framkvæmdin geti kostað um 20 milljarða króna. Björn Leifsson, eigandi bindur vonir við að lónið verði opnað árið 2028.

