Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Stækkun fyrirhuguð á Sporthúsinu
Föstudagur 12. september 2025 kl. 06:20

Stækkun fyrirhuguð á Sporthúsinu

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt umsókn um stækkun Sporthússins við Grænásbraut. Áformað er að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum sem mun hýsa padelvöll, golfhermasvæði og bílgeymslu með viðgerðarsvæði fyrir þjálfunartæki.

Einnig verður aðkoma starfsmanna betrumbætt auk þess sem útlit austurhliðar hússins verður endurbætt. Nýbyggingin verður um 680 fermetrar að stærð og allt að 9,5 metra há. Þá er jafnframt óskað heimildar til að koma fyrir tveimur LED-skiltum, hvoru um sig sex fermetrar, á austurhlið hússins.

Ráðið leggur áherslu á að tekið verði mið af blágrænum ofanvatnslausnum og umferðaröryggi á bílastæðum. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu í samræmi við skipulagslög. Þá verður heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa skriflega yfir samþykki sínu áður en fjórar vikur eru liðnar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn