Fimmtíu milljónir í styrki til fyrirtækja í Grindavík
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík fyrir 48,5 milljónir króna. Nítján umsóknir bárust og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 90 milljónir króna.
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður og auglýst er opinberlega eftir umsóknum og þær metnar út frámarkmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Suðurnesja.
Eftirtalin verkefni hlutu styrki:
Söluturninn Skeifan. Umsækjandi: Korca ehf.
Markmið verkefnisins er að aðlaga rekstur sjoppunnar að breyttum aðstæðum í Grindavík og uppfæra vöruframboð og markaðsaðgerðir með það að markmiði að ná betur til nýrra markhópa, þar á meðal til ferðafólks.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.500.000.
HemmGym. Umsækjandi: Hemmverk ehf.
Markmið verkefsins er að færa Grindvíkingum heilsubætandi afþreyingu. Gefa Grindavík flottustu líkamsrækt sem völ er á og bjóða fólki persónulega þjálfun í skemmtilegri líkamsrækt.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4.000.000.
Markaðssókn. Umsækjandi: Northern Light á Íslandi ehf.
Helsta markmið verkefnisins er að snúa vörn í sókn og efla markaðsstarf, nýsköpun og vöruþróun til að gera markhópi félagsins grein fyrir því að óhætt er að dvelja í Svartsengi, þrátt fyrir jarðhræringar.
Að draga fram hversu vel svæðið er vaktað af færasta vísindafólki Íslands þar sem aldrei er
gefinn afsláttur af öryggi gesta sem og starfsmanna.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 6.500.000.
Útrás íslenskra sæeyrna tengslamyndun & markaðssókn erlendis. Umsækjandi: Sæbýli rekstur ehf.
Markmiðið er að skapa varanleg viðskiptatengsl við lykilmarkaði utan Íslands fyrir íslensk sæeyru, með áherslu á hágæða hráefni til matvælaiðnaðar, skartgripagerðar og sérvöru, og þannig stuðla að auknum útflutningi og verðmætasköpun.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4.000.000.
Markaðsetning Kristinsson. Umsækjandi: VK List ehf.
Stefnt er að auka sýnileika reksturs Kristinsson Handmade í Grindavík vegna breyttra aðstæðna. Auka flæði vegfarenda inn í verlsun.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.
Volcano Café og handverkshús - Hjólaleiga- VR fræðsla. Umsækjandi: Gistihús Grindavík ehf.
Markmið verkefnisins er að fjölbreyta rekstri Gistihúss Grindavíkur með því að opna Volcano
Café og handverkshús, þar sem saman fara þjónusta, upplifun og sköpun. Í rýminu verður kaffihús, hjólaleiga með bæði rafmagns- og hefðbundnum hjólum, persónuleg VR-upplifunog verslun með handverk og vörur frá heimamönnum.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 6.500.000.
Hjá Höllu aftur heim. Umsækjandi: HALPAL slf.
Markmið verkefnisins er að endurheimta atvinnustarfsemi í Grindavík með opnun vinnslueldhúss fyrir Hjá Höllu. Eldhúsið mun styðja við rekstur í Smáralind og á
Keflavíkurflugvelli, skapa fjögur störf í upphafi og leggja grunn að frekari endurreisn, atvinnuuppbyggingu og samfélagslegri virkni í Grindavík.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3.100.000.
Frá grunni til heildarupplifunar. Umsækjandi: Hótel Grindavík ehf.
Verkefnið felur í sér mótun heildstæðrar framtíðarsýnar, markaðssetningar og efnisgerðar fyrir Hótel Grindavík og Brúna veitingastað. Áhersla er lögð á upplifun gesta, aðgengi fyrir alla, samþættingu sögulegs samhengi og undirbúning að frekari uppbyggingu og þróun fyrirtækisins.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.800.000.
Markaðsetning. Umsækjandi: Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir.
Markmið verkefnisins er að hefja starfssemi á ný í Grindavík á hárgreiðslustofu sem rekin hafði verið í rúm 30 ár þegar kom að rýmingu.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000.
Uppbygging, markaðsetning sögu og ævintýraferða í Grindavík. Umsækjandi:Fjórhjólaævintýri ehf.
Markmiðið er að markaðssetja ævintýraferðirnar og þróa nýjar vörur þar sem stór hluti
leiðakerfisins hefur farið undir hraun. Nauðsynlegt er að setja upp nýjar ferðir og markaðssetja þær til að tryggja rekstrarhæfni fyrirtækisins, varðveita þau störf sem fyrir eru og vonandi bæta við nýjum stöðum.
Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 6.000.000.
Fjórtán fengu styrki frá Uppbyggingarsjóði
Sérstakar reglur bættust við þessa úthlutun ofan á reglur Uppbyggingarsjóðs en þær eru eftirfarandi:
Skilyrði er að fyrirtæki hafi verið í rekstri í nóvember 2023 og hafi a.m.k. einn starfsmann á launaskrá. Velta má ekki vera yfir 500 milljónir. Ekki er hægt að sækja um styrk til niðurgreiðslu lána og skulda eða í almennan rekstur fyrirtækis og gjöld. Skila þarf inn ársreikningi með umsókn.
Uppbyggingarsjóður fjármagnar ekki fjárfestingar í fyrirtækjum, kaup á lóðum eða húsnæði eða uppbyggingu innviða eins og rafmagns. Verkefnum skal að jafnaði vera lokið innan 12 mánaða frá úthlutun.
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutar nú 48,5 milljónir til 14 verkefna.