Íþróttir

Vogaídýfuvöllur í tíu ár
Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, og Hjálmar Örn Erlingsson, sölustjóri Vogabæjar.
Mánudagur 21. ágúst 2023 kl. 20:50

Vogaídýfuvöllur í tíu ár

Knattspyrnudeild Þróttar Vogum og vörumerkið Vogabær hafa gert með sér áframhaldandi samstarfssamning og mun heimavöllur Þróttar Vogum bera nafnið Vogaídýfuvöllurinn til næstu tveggja ára.

„Starfsemi Vogaídýfunnar hófst í Vogum á sínum tíma, við erum stolt af uppruna hennar, Þróttur Vogum hefur staðið sig vel í fótboltanum þannig eftir sé tekið. Nafnið á vellinum hefur hlotið skemmtilega og jákvæða athygli. Vogabær og Þróttur hafa verið í samstarfi í áratugi. Næsta tímabil verður tíunda árið sem heimavöllur Þróttur mun bera nafn Vogaídýfunnar og það segir mikið til um hversu farsælt samstarfið sé. Það er alltaf skemmtilegt að heimsækja félagið og hitta alla sem fyrir það starfa, hér er gott fólk sem sinnir fórnfúsu starfi öðrum til heilla. Vogabær óskar Þrótti Vogum áfram velfarnaðar,“ segir Hjálmar Örn Erlingsson sölustjóri Vogabæjar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn