Heklan
Heklan

Íþróttir

Svansdætur skoruðu þriðjung stiga Keflavíkur
Anna Ingunn skorar hér gegn Njarðvík en hún og Agnes systir hennar voru öflugar í sigri á Ármanni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 17. desember 2025 kl. 10:04

Svansdætur skoruðu þriðjung stiga Keflavíkur

Keflavíkurkonur unnu góða sigur á nýliðum Ármanns í Bónus deild kvenna í körfubolta í Blue höllinni í Keflavík í gær. Sigur heimakvenna var nokkuð sannfærandi, 97-84.

Svansdætur hafa verið áberandi í Keflavíkurliðinu að undanförnu an þær skoruðu saman um þriðjung stiga liðsins. Agnes María var með 20 stig og Anna Ingunn 16.

Keflavík náði sextán stiga forskoti í fyrsta leikhluta og það bil var erfitt fyrir Ármann að brúa. Í lokin munaði þrettán stigum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Keflavík er í 2.-4. sæti deildarinnar með 16 stig en Njarðvík er með 18 og á leik til góða.

Keflavík-Ármann 97-84 (26-10, 23-27, 26-16, 22-31)

http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=130422&game_id=6040781

Keflavík: Agnes María Svansdóttir 20, Keishana Washington 17/6 fráköst/8 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 16, Sara Rún Hinriksdóttir 15, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/7 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Sofie Tryggedsson Preetzmann 4/7 fráköst, Eva Kristín Karlsdóttir 2/8 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Telma Lind Hákonardóttir 0.

Ármann: Khiana Nickita Johnson 24/5 fráköst, Dzana Crnac 18/5 fráköst, Jónína Þórdís Karlsdóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/8 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 8, Nabaweeyah Ayomide McGill 6/8 fráköst, Brynja Benediktsdóttir 3, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0/7 fráköst, Ísabella Lena Borgarsdóttir 0, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Rakel Sif Grétarsdóttir 0, Cirkeline Sofie Mehrenst Rimdal 0.

Dómarar: Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sófus Máni Bender, Daníel Steingrímsson

Áhorfendur: 115

VF jól 25
VF jól 25