Mánudagur 5. janúar 2026 kl. 17:00

Járngerður 13. fundur 5. janúar 2026: Vetrarþjónusta Vegagerðar og endurkaup fasteigna rædd

Þrettándi fundur Járngerðar fór fram í dag á Teams. Guðbjörg Eyjólfsdóttir stýrði fundi að vanda þar sem farið var yfir það helsta sem brennur á Grindavíkingum þessa dagana.

Á fundinum var farið yfir þjónustu Vegagerðarinnar vegna Grindavíkurvegar, Nesvegar og Suðurstrandarvegar í vetur. Þá var rætt við Þórkötlu vegna áforma um endurkaup fasteigna. Þá kom fram á fundinum að vel hafi tekist til í Grindavík um jól og áramót.