Palóma
Palóma

Íþróttir

Óvænt tap hjá toppliði UMFN - Grindavík tapaði líka
Njarðvíkurkonur hafa tapað tveimur leikjum í röð. VF/hilmarbragi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 18. desember 2025 kl. 13:08

Óvænt tap hjá toppliði UMFN - Grindavík tapaði líka

Topplið Njarðvíkur tapaði óvænt fyrir þriðja neðsta liði Bónus deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Sama gerði Grindavík og tapaði á heimavelli gegn meistaraliði Hauka. UMFN er þó áfram í efsta sætinu en með KR og Grindavík, Keflavík og Valur eru í 3.-5. sæti.

Leikur Grindavíkur og Hauka var æsispennandi  og réðust úrslitin á lokamínútunni en Haukar voru með naumt forskot í lokin sem heimakonum tókst ekki að vinna upp. Skottilraun Abby Claire á síðustu sekúndunni klikkaði og Haukar fóru með sigurinn inn í jólafrí.

Grindavík-Haukar 92-93 (22-25, 26-19, 23-29, 21-20)

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Grindavík: Ellen Nystrom 23/6 fráköst, Abby Claire Beeman 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Farhiya Abdi 14/8 fráköst/6 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/14 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 12, Ólöf Rún Óladóttir 5, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, María Sóldís Eiríksdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, Telma Hrönn Loftsdóttir 0.

Haukar: Amandine Justine Toi 28, Krystal-Jade Freeman 22/13 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/4 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 14/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 6/8 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Stefán Kristinsson.

Flestir áttu von á sigri Njarðvíkurkvenna á Sauðárkróki en Tindastóll hafði aðeins unnið þrjá leiki í deildinni fram að þessum leik. Leikurinn var sveiflukenndur í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að leiða en í síðari hálfleik var mjög jafnt. Það voru síðan Njarðvíkingar sem þurftu þrist til að jafna leikinn 84-84 þegar 17 sekúndur voru eftir en þar var að verki Danielle Rodriguez. Bæði liðin fengu tækifæri á skotum það sem eftir lifði en boltinn vildi ekki ofan í körfuna.

Í framlengingunni voru Stólastelpurnar sterkari og unnnu flottan sigur

Tindastóll-Njarðvík 99-91 (28-19, 12-24, 20-19, 24-22, 15-7)

Tindastóll: Marta Hermida 39/6 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Madison Anne Sutton 22/13 fráköst, Oceane Kounkou 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Alejandra Quirante Martinez 8/6 fráköst, Inga Sólveig Sigurðardóttir 6/5 fráköst, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 6, Eva Run Dagsdottir 3, Brynja Líf Júlíusdóttir 3, Rannveig Guðmundsdóttir 0, Emma Katrín Helgadóttir 0.

Njarðvík: Brittany Dinkins 33/11 fráköst/9 stoðsendingar, Danielle Victoria Rodriguez 29/5 fráköst, Paulina Hersler 16/8 fráköst, Helena Rafnsdóttir 7, Hulda María Agnarsdóttir 6/5 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Inga Lea Ingadóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 0.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Ingi Björn Jónsson, Guðmundur Ragnar Björnsson

Áhorfendur: 350

VF jól 25
VF jól 25