Þrjúhundruð manns í Réttar-skötu
Um þrjúhundruð manns mættu í skötuveislu á Réttinum í Reykjanesbæ í hádeginu á Þorláksmessu. „Þetta eru nærri helmingi fleiri en í fyrra þannig að þetta kom okkur aðeins á óvart. En við vorum tilbúin og þetta gekk vel. Við buðum upp á ljúffenga skötu og fleira góðgæti,“ segir Magnús Þórisson, veitingamaður á Réttinum.
Á skötuhlaðborðinu var auk skötu, tindabykkja, saltfiskur og plokkfiskur. Þá gátu þeir sem vildu ekki fiskfang notið ljúffengs hangikjöts og tilheyrandi. Meðal eftirrétta var hátíðar grjónagrautur með sultu.
Tíðindamaður Víkurfrétta leit við um hádegisbilið og fékk sér skötu sem bragðaðist vel. Þá var húsfyllir en skötugestir komu frá klukkan hálf tólf til að verða tvö.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá skötufjöri á Réttinum.








