Heklan
Heklan

Íþróttir

Grindavík með nauman sigur gegn Ármanni í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins
Daniel Mortensen setur þriggja stiga sko ofan í.
Sunnudagur 14. desember 2025 kl. 19:18

Grindavík með nauman sigur gegn Ármanni í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins

Keflavík mætir ÍA á útivelli í kvöld

Grindavík mætti Ármanni öðru sinni á fáeinum dögum en liðin mættust í deildarkeppninni á fimmtudagskvöld og þá hafði Grindavík tiltölulega öruggan sigur. Þess vegna áttu eflaust margir von á öðrum auðveldum sigri en því fór víðs fjarri, leikurinn var í járnum og hefði ekki mikið þurft að breytast á lokamínútunum svo úrslitin hefðu orðið önnur. Lokatölur, 86-77 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 49-37.

Grindvíkingar mættu greinilega frekar værukærir til leiks og var aðalsmerki þeirra í vetur, vörnin, víðs fjarri á löngum köflum í leiknum og eins og Jóhann Þór, þjálfari, sagði að leik loknum, hans menn voru bara á 30% afköstum lengst af og þá er oft von á illu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Jordan Semple skilaði eins og oft áður í vetur, mestu framlagi. Hann endaði með 21 og tók 17 fráköst. Daniel Mortensen skoraði 20 og tók 8 fráköst og fyrirliðinn Ólafur Ólafsson, skoraði 15 stig og tók 4 fráköst.

Grindavík því komið í 8-liða úrslit og í kvöld kemur í ljós hvort Keflvíkingar verði hitt liðið þegar dregið verður í 8-liða úrslitum, þeir mæta ÍA á útivelli í kvöld en Njarðvíkingar féllu út í 32-liða úrslitum, töpuðu þá fyrir Álftanesi.

Bræðurnir Ingvi (lengst til vinstri) og Bragi Guðmundssynir, sameinaðir á ný.

... en hann gerði í þessum leik, hann endaði með 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.

Grindvíkingurinn Bragi Guðmundsson hefur oft skorað...

Marek Dolezaj sem lék með Keflavík í fyrra, skoraði 12 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Jóhann Þór, þjálfari UMFG: Ólafur Ólafsson, fyrirliði UMFG: Bræðurnir Bragi og Ingvi Guðmundssyni, Ármanni:
VF jól 25
VF jól 25