Keflvíkingar rúlluðu Stólunum upp
Keflvíkingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir lögðu Tindastól í Blue höllinni í gærkvöldi. Sigur Keflvíkinga var stór og sanngjarn 98-81.
Heimamenn byrjuðu með miklum krafti og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna fyrsta leikhlutann með sautján stiga mun, 26-9. Gestirnir löguðu aðeins stöðun fyrir leikhlé en heimamenn juku muninn aftur í síðari hálfleik og innbyrtu öruggan sigur.
Egor Koulechov fór mikinn í leiknum og skoraði 29 stig, Craig Moller var með 19 stig og 11 fráköst. Remy Martin hefur ekki skorað mikið í síðustu leikjum og gerði það heldur ekki núna en var mjög drjúgur í því að búa til góð tækifæri fyrir félaga sína.
Keflavík er í 5. sæti með 18 stig. Næstu leikir eru 29. janúar en þá fær Njarðvík Álftanes í heimsókn og Grindavík fær Valsmenn áður en þeir mæta á þorrablót um helgina.
Keflavík-Tindastóll 98-81 (26-9, 21-28, 28-24, 23-20)
Keflavík: Egor Koulechov 29/8 fráköst, Craig Edward Moller 19/11 fráköst, Hilmar Pétursson 13, Mirza Bulic 12/12 fráköst/6 stoðsendingar, Remy Martin 11/8 stoðsendingar, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5/4 fráköst, Jaka Brodnik 5, Halldór Garðar Hermannsson 4, Eyþór Lár Bárðarson 0, Frosti Sigurðarson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Nikola Orelj 0.
Tindastóll: Dedrick Deon Basile 23/6 fráköst, Davis Geks 16/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 15, Ivan Gavrilovic 10, Adomas Drungilas 8/5 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 6/4 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 3/5 fráköst/3 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 0, Ragnar Ágústsson 0/5 fráköst.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson
Áhorfendur: 413
Staða:
1 Grindavík 15 13 2 1404 - 1324 26
2 Tindastóll 15 11 4 1531 - 1346 22
3 Stjarnan 15 10 5 1543 - 1423 20
4 Valur 15 10 5 1375 - 1351 20
5 Keflavík 15 9 6 1410 - 1364 18
6 KR 15 8 7 1487 - 1434 16
7 Álftanes 15 7 8 1367 - 1326 14
8 ÍR 15 6 9 1353 - 1399 12
9 Njarðvík 15 5 10 1432 - 1453 10
10 Ármann 15 4 11 1319 - 1511 8
11 Þór Þ. 15 4 11 1363 - 1468 8
12 ÍA 15 3 12 1295 - 1480 6







