Njarðvík og Grindavík á toppnum hjá konunum
Njarðvík vann nágrannaslaginn við Keflavík og Grindavík vann sterkan útisigur á Tindastóli í 15. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Njarðvík og Grindavík tróna á toppnum með 22 stig en þrjú lið koma með 20 stig og svo Keflavík í 5. sæti með 16. stig.
Njarðvík var með undirtökin allan tímann í IceMar höllinni í gærkvöldi með lykilkonur sínar í miklu stuði. Þær náðu þó aldrei að stinga þær keflvísku af. Njarðvík leiddi í hálfleik með sjö stigum og jók svo þann mun í þriðja leikhluta. Keflavík náði aldrei að ógna þeim mun að neinu viti og þær njarðvísku lönduðu góðum sigri.
Brittany Dinkins var óstöðandi með 34 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og sú spænska, Danielle V. Rodriguez, var litlu síðri með 24 stig og tíu fráköst og jafn margar stoðsendingar. Svo komu Njarðvíkurstelpurnar sterkar inn. Mjög góð frammistaða hjá þeim grænu.
Keflavík sýndi nýjan miðherja, Angelina Turmel 197 sm. Hún setti ekki mikið mark á leikinn og lék heldur ekki nema í tveimur leikhlutum en hún á eflaust eftir að koma sér betur fyrir í Keflavíkinni og aðlagast liðinu betur. Keishana Washington og Sara Rún Hinriksdóttir voru ásamt Emelíu Ósk Gunnarsdóttur bestar hjá Keflavík en liðið þarf meira framlag frá lykilleikmönnum undanfarinn ára.
Njarðvík-Keflavík 88-77 (27-20, 22-22, 24-19, 15-16)
Njarðvík: Brittany Dinkins 34/8 fráköst/5 stoðsendingar, Danielle Victoria Rodriguez 24/10 fráköst/10 stoðsendingar, Helena Rafnsdóttir 12/14 fráköst, Sara Björk Logadóttir 6/5 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 5/4 fráköst, Inga Lea Ingadóttir 3/6 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 2/5 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Yasmin Petra Younesdóttir 0, Aníta Rut Helgadóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0.
Keflavík: Keishana Washington 32/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 20/11 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7, Angelina Turmel 5/7 fráköst/3 varin skot, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 3/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Agnes María Svansdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Sofie Tryggedsson Preetzmann 0.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frímannsson
Áhorfendur: 300
Sterkur sigur á Stólunum
Grindavík sótti flottan sigur á Krókinn en liðið lagði Tindastól með aðeins þriggja stiga mun, 84-87.
Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur. Heimakonur í Tindastóli náðu forystu í fyrsta leikhluta sem gestirnir jöfnuðu niður í öðrum leikhluta. Stólakonur náðu fjögurra stiga forskoti í þriðja leikhluta en þær grindvísku tók lokaleikhlutann og tryggðu sér sigur með góðri frammistöðu.
Abby Claire Beeman leiddi lið Grindavíkur og skoraði 27 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Farhiya Abdi var með 21 stig.
Tindastóll-Grindavík 84-87 (21-16, 15-20, 32-28, 16-23)
Tindastóll: Marta Hermida 31/4 fráköst, Oceane Kounkou 14/4 fráköst, Madison Anne Sutton 13/11 fráköst/9 stoðsendingar, Brynja Líf Júlíusdóttir 10/4 fráköst, Alejandra Quirante Martinez 9, Inga Sólveig Sigurðardóttir 4/8 fráköst, Eva Run Dagsdottir 3, Anna Karen Hjartardóttir 0, Rannveig Guðmundsdóttir 0, Emilía Ragnheiður Barðdal Róbertsdóttir 0.
Grindavík: Abby Claire Beeman 27/8 fráköst/8 stoðsendingar, Farhiya Abdi 21/8 fráköst/5 stolnir, Ólöf Rún Óladóttir 20/4 fráköst, Ellen Nystrom 11/6 fráköst/8 stoðsendingar, Þórey Tea Þorleifsdóttir 7/5 fráköst, Ólöf María Bergvinsdóttir 1, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0.

Sara Rún og Daniella háðu harða baráttu í IceMar höllinni. VF/pket.

Angelina Turmel er nýr miðherji hjá Keflavík, 197 sm. á hæð.

Washington skoraði mest og var best hjá Keflavík.






