Grindavík á toppnum - loks sigur hjá UMFN
Grindvíkingar tróna á toppi Bónus-deildar karla í körfubolta eftir sigur á Álftanesi í 14. umferð deildarinnar. Njarðvíkingar unnu sinn fyrsta sigur í langan tíma.
Grindvíkingar og Álftanes háðu hörku rimmu í Grindavík. Leikurinn var jafn nær allan tímann, heimamenn leiddu með fimm stigum eftir leikhluta og gestirnir svöruðu að bragði og í hálfleik var staðan öfn, 48-48.
Í þriðja leikhluta var jafnt á með liðunum en gestirnir leiddu þó með tveimur stigum. Heimamenn tóku svo af skarið í síðasta leikhutanum og tryggðu sér sigur í lokin 83-78.
Khalil Shabazz skoraði 23 stig og Ólafur Ólafs var með 26 í sigri UMFG.
Njarðvíkingar hafa verið í basli í vetur en þeir sigruðu loks en andstæðingarnir var botnliði Skagamanna. Lokatölur urðu 84-71 og sigur UMFN nokkuð sannfærandi en Njarðvíkingar leiddu leikinn frá upphafi. Darryl L.Morsell skoraði 17 og Ilija Dokivic var með 16 stig og 9 stoðsendingar.
Grindavík er í efsta sæti og eru sex stigum ofan og einum leik meira en Tindastóll. Þeir hafa unnið 13 leiki og aðeins tapað einum. Njarðvík er í 9. sæti, einu sæti frá úrslitakeppni. Þetta var fimmti sigur liðsins.
Grindavík-Álftanes 83-78 (24-19, 19-24, 18-20, 22-15)
Grindavík: Khalil Shabazz 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/14 fráköst, Jordan Semple 13/17 fráköst/5 stoðsendingar, Daniel Mortensen 12/5 fráköst, Arnór Tristan Helgason 12/5 fráköst, Isaiah Coddon 4, Kristófer Breki Gylfason 3, Ragnar Örn Bragason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Unnsteinn Rúnar Kárason 0.
Álftanes: Ade Taqqiyy Henry Murkey 22/13 fráköst, David Okeke 17/10 fráköst, Dúi Þór Jónsson 13, Haukur Helgi Briem Pálsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Rati Andronikashvili 6, Sigurður Pétursson 6, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 3, Duncan Tindur Guðnason 0, Hilmir Arnarson 0, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Almar Orn Bjornsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Bergur Daði Ágústsson
Áhorfendur: 342
Njarðvík-ÍA 84-71 (19-17, 25-19, 25-17, 15-18)
Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 23/15 fráköst/5 stoðsendingar, Sven Smajlagic 16/9 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 8/9 fráköst/5 stoðsendingar, Luwane Pipkins 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Bóas Orri Unnarsson 3, Brynjar Kári Gunnarsson 2, Logi Örn Logason 0, Almar Orri Jónsson 0, Ómar Orri Gíslason 0, Sigurður Magnússon 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.
ÍA: Darryl Latrell Morsell 17/7 fráköst, Ilija Dokovic 16/9 stoðsendingar, Styrmir Jónasson 11, Júlíus Duranona 9/5 fráköst, Victor Bafutto 8/5 fráköst/5 varin skot, Josip Barnjak 6/11 fráköst, Kristófer Már Gíslason 4/5 fráköst, Aron Elvar Dagsson 0/4 fráköst, Hjörtur Hrafnsson 0, Daði Már Alfreðsson 0, Jóel Duranona 0, Marinó Ísak Dagsson 0.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson, Dominik Zielinski
Áhorfendur: 550
Staða:
1 Grindavík 14 13 1 1333 - 1231 26
2 Tindastóll 13 10 3 1337 - 1156 20
3 Stjarnan 14 9 5 1425 - 1314 18
4 Valur 14 9 5 1295 - 1280 18
5 Keflavík 13 8 5 1219 - 1181 16
6 KR 14 7 7 1394 - 1363 14
7 ÍR 14 6 8 1244 - 1281 12
8 Álftanes 14 6 8 1278 - 1243 12
9 Njarðvík 14 5 9 1340 - 1340 10
10 Þór Þ. 14 4 10 1292 - 1388 8
11 Ármann 14 3 11 1217 - 1418 6
12 ÍA 14 3 11 1212 - 1391 6





