Keflavíkurkonur slakar í Stjörnutapi
Keflavíkurkonur náðu ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Haukum í bikarnum í síðustu viku þegar þær töpuðu fyrir Stjörnunni á heimavelli í gærkvöldi 78-92. Eftir tapið er Keflavík í 5.-6. sæti. Njarðvík og Grindavík mætast í kvöld, miðvikudag í Icemar höllinni í Njarðvík.
Leikurinn í gær var í jafnvægi í fyrsta leikhluta en Stjarnan vann næsta öruggla með 12 stiga mun. Heimakonur náðu sér aldrei í gang, hvorki í vörn eða sókn og urðu að sætta sig við tap. Keishana Washington skoraði mest, 20 stig en næst var Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 13 stig en hún lék best Keflvíkinga. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 12 stig en hún hefur verið lykilmanneskja allt þetta tímabil. Þegar skiptir mál að aðrar stígi upp þegar hún á erfiðan dag en það gerðist ekki í þessum leik.
Keflavík-Stjarnan 78-92 (21-20, 15-27, 21-19, 21-26)
Keflavík: Keishana Washington 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sara Rún Hinriksdóttir 12, Agnes María Svansdóttir 10, Sofie Tryggedsson Preetzmann 8/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 7, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Oddný Hulda Einarsdóttir 0, Telma Lind Hákonardóttir 0.
Stjarnan: Stina Josefine Almqvist 26/12 fráköst, Ruth Helena Sherrill 24/20 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 14/5 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Diljá Ögn Lárusdóttir 11/4 fráköst, Fanney María Freysdóttir 5, Eva Ingibjörg Óladóttir 0, Sigrún Sól Brjánsdóttir 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Elísabet Ólafsdóttir 0, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 0, Bára Björk Óladóttir 0.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Birgir Örn Hjörvarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson
Áhorfendur: 154





