Göngu- og hjólreiðastígar lagðir frá Suðurnesjabæ til Reykjanesbæjar
„Er ekki tími til kominn að tengja?“
Í vor mun hefjast tímamóta framkvæmd í Suðurnesjabæ sem mun nýtast ungum sem öldnum íbúum sveitarfélagsins þegar göngu- og hjólreiðastígar verða lagðir frá byggðakjörnunum Sandgerði og Garði til Reykjanesbæjar.
Óhætt er að segja að þessi framkvæmd muni gjörbylta samgöngum á svæðinu og auka verulega öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Hönnunarvinna er hafin og framkvæmdir munu hefjast á fyrri hluta þessa árs.
Lengi hefur verið ákall eftir þessari brýnu samgöngubót og ljóst er að framkvæmdin ýtir undir heilsueflandi samfélag, vistvænni samgöngur og stuðlar að fjölbreyttari samgöngumöguleikum íbúa að vinnustöðum á svæðinu. Sérstaklega umbyltir þessi framkvæmd aðgengi að langstærsta vinnustað sveitarfélagsins, Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Sigursveinn B. Jónsson
Oddviti S-listans í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar.





