Viðreisn 2026
Viðreisn 2026

Fréttir

Freyjukonur eru Menn ársins 2025
Lionskonurnar Eydís Eyjólfsdóttir, Gunnþórunn Gunnarsdóttir, Gunnlaug Eyfells Árnadóttir og Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 14. janúar 2026 kl. 09:34

Freyjukonur eru Menn ársins 2025

Lionskonur í Lionsklúbbnum Freyju eru Suðurnesjamenn ársins 2025 en þær hafa undanfarna áratugi unnið ómetanlegt starf í líknar- og samfélagsmálum á Suðurnesjum. Þær hafa styrkt fólk, félög og málefni og síðast núna fyrir jól seldu þær sælgætiskransa fyrir rúmar fimm milljónir króna. Freyjukonur eru flestar komnar vel á aldur og þó meðalaldurinn sé rúmlega sjötíu ár eru þær frískar og fjörugar og njóta starfsins og samverunnar í Freyju.

Sjálfboðaliðar eru hópur fólks sem er á undanhaldi og æ erfiðara er að fá fólk til starfa á vettvangi sjálfboðaliða í félögum ýmiss konar. Í Lionsklúbbnum Freyju í Keflavík starfa fjölmargar konur sem eru komnar af léttasta skeiði. Þær hittast oft yfir vetrarmánuðina, funda einu sinni í mánuði og láta gott af sér leiða. Nú fyrir jólin fjáröfluðu þær með því að selja sælgætiskransa sem þær settu saman sjálfar. Afraksturinn var yfir fimm milljónir króna. Þegar kostnaður hefur verið greiddur fer hver einasta króna sem eftir stendur til líknarmála í nærsamfélaginu á Suðurnesjum.

Framsókn
Framsókn

Þetta er í fyrsta sinn sem heill Lionsklúbbur fær útnefninguna en nokkrum sinnum hafa félög og hópar fengið þessa viðurkenningu og einu sinni áhöfn fiskiskips.

Viðtal við Lionskonurnar í Freyju má sjá í miðopnu Víkurfrétta í dag. Rafræn útgáfa blaðsins er hér að neðan.

Sjónvarpsviðtal verður í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á vf.is í vikunni.

Framsókn
Framsókn