Samræmdur opnunartími og aukin þjónusta
- í félagsstarfi eldri borgara í Suðurnesjabæ
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða tillögur um samræmingu á opnunartíma og þjónustu í félagsstarfi eldri borgara. Málinu var vísað aftur til bæjarráðs eftir að bæjarstjórn samþykkti það samhljóða á 86. fundi sínum, en áður hafði það verið til umfjöllunar á 179. fundi bæjarráðs.
Samkvæmt samþykktinni verður opnunartími á báðum starfsstöðvum mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00 til 15:00. Á opnunartíma verður boðið upp á hádegismat á báðum starfsstöðvum og jafnframt verður boðið upp á heimsendan mat þá daga sem félagsstarfið er lokað.
Þá verður námskeiðshald eflt til að auka tækifæri þátttakenda til að taka þátt í skipulögðu starfi. Breytingarnar taka gildi í upphafi árs 2026.



