Menn ársins 2025 á Suðurnesjum í fyrsta tölublaði Víkurfrétta
Fyrsta tölublað Víkurfrétta 2026 er komið á vef Víkurfrétta en blaðinu verður dreift á alla okkar dreifingarstaði á Suðurnesjum og í Salalaug í Kópavogi á morgun, miðvikudag.
Í þessu fyrsta blaði ársins kynnum við Suðurnesjamann ársins 2025 að mati Víkurfrétta. Það eru Lionskonurnar í Freyju sem fá titilinn Menn ársins á Suðurnesjum. Þær eru í viðtali í blaðinu.
Blað vikunnar er 16 síður með fjölbreyttu efni.





