Vilhjálmur bauð í teiti vegna oddvitaframboðs
„Ég er djúpt snortinn yfir þeim stuðningi sem þar mætti mér. Fundurinn staðfesti þann stuðning og hvatningu sem ég hafði fengið um að bjóða mig fram, og með þessum stuðningi er ljóst að okkur eru allir vegir færir,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður og frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
„Það er eitthvað í loftinu þessa dagana. Jákvæðnin er raunveruleg. Fólk þráir breytingar, vill skýra stefnu og hefur trú á vegferðinni.
Ég vil þakka öllum sem komu, spjölluðu, hvöttu og sýndu framboðinu áhuga. Sérstakar þakkir fá Steinþór Jónsson og Guðfinnur Sigurvinsson fyrir hlý og einlæg orð í minn garð. Nú keyrum við þetta í gang,“ sagði Vilhjálmur.
Hér að neðan má sjá myndir úr fjörinu.





