Arion
Arion

Mannlíf

Fjölmenni hjá Ásgeiri í gömlu dráttarbrautinni
Þremenningarnir sem eru í oddvitaprófkjörinu saman komnir, Unnar Sigurðsson, Ásgeir Elvar Garðarsson og Vilhjálmur Árnason.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 16. janúar 2026 kl. 09:30

Fjölmenni hjá Ásgeiri í gömlu dráttarbrautinni

Ásgeir Elvar Garðarsson, einn þriggja frambjóðenda til oddvita hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ bauð til fundar og fjörs í húsnæði fyrrverandi Dráttarbrautar Keflavíkur nýlega.

„Það eru fjölbreytt verkefni sem fylgja því að fara í framboð en skemmtilegasti parturinn er örugglega að halda gott partý. Ótrúlega gaman að sjá stóran og fjölbreyttan hóp bæjarbúa mæta í dráttarbrautina á föstudagskvöldið. Það eru spennandi vikur framundan og hlakka ég mikið til að eiga áframhaldandi samtal við alla bæjarbúa,“ segir Ásgeir.

Framsókn
Framsókn

Fjöldi vina og bæjarbúa mætti á þennan sérstaka fundarstað og átti góða stund með frambjóðandanum. Hér eru nokkrar myndir sem Víkurfréttir fengu sendar til birtingar.

Hér að neðan má sjá myndasafn frá fundinum.

Fjölmenni og fjör hjá Ásgeiri Elvari í dráttarbrautinni

Framsókn
Framsókn