Fjölmenni hjá Ásgeiri í gömlu dráttarbrautinni
Ásgeir Elvar Garðarsson, einn þriggja frambjóðenda til oddvita hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ bauð til fundar og fjörs í húsnæði fyrrverandi Dráttarbrautar Keflavíkur nýlega.
„Það eru fjölbreytt verkefni sem fylgja því að fara í framboð en skemmtilegasti parturinn er örugglega að halda gott partý. Ótrúlega gaman að sjá stóran og fjölbreyttan hóp bæjarbúa mæta í dráttarbrautina á föstudagskvöldið. Það eru spennandi vikur framundan og hlakka ég mikið til að eiga áframhaldandi samtal við alla bæjarbúa,“ segir Ásgeir.
Fjöldi vina og bæjarbúa mætti á þennan sérstaka fundarstað og átti góða stund með frambjóðandanum. Hér eru nokkrar myndir sem Víkurfréttir fengu sendar til birtingar.
Hér að neðan má sjá myndasafn frá fundinum.





