Þrjú lið efst hjá konunum - Grindavík vann Njarðvík í toppslag
Grindavík og Njarðvík ásamt KR eru jöfn og efst í mjög jafnri Bónus deild kvenna í körfubolta eftir sigur UMFG á UMFN í toppslag umferðinnar í 14. umferð í Grindavík. Lokatölur voru 89-79, tíu stiga sigur þeirra grindvísku.
Leikurinn var kaflaskiptur. Gestirnir úr Njarðvík byrjuðu leikinn miklu betur og náðu forystu í fyrstu tveimur leikhlutunum og leiddu með ellefu stigum í hálfleik, 42-53.
Heimakonur úr Grindavík mættu mjög grimmar í þriðja leikhluta og unnu hann með sautján stiga mun, 28-11. Þær juku muninn í fjórða leikhluta og unnu hann með fjórum stigum.
Ellen Nystrom var gíðarlega öflug hjá UMFG og skoraði 30stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, Abby Claire Beeman var líka öflug með 25/10 fráköst/12 stoðsendingar. Þá skoraði Isabella Ósk Sigurðardóttir 16/12 fráköst.
Helena Rafnsdóttir skoraði 22 hjá UMFN og Danielle V. Rodriguez var með 19 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar.
Grindavík-Njarðvík 89-79 (26-35, 16-18, 28-11, 19-15)
Grindavík: Ellen Nystrom 30/7 fráköst/5 stoðsendingar, Abby Claire Beeman 25/10 fráköst/12 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 16/12 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 11, Farhiya Abdi 4/6 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 3, Telma Hrönn Loftsdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, María Sóldís Eiríksdóttir 0, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0.
Njarðvík: Helena Rafnsdóttir 22/4 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 19/11 fráköst/9 stoðsendingar, Krista Gló Magnúsdóttir 11, Sara Björk Logadóttir 9, Brittany Dinkins 7/5 fráköst, Paulina Hersler 5/9 fráköst, Inga Lea Ingadóttir 4, Hulda María Agnarsdóttir 2, Alexandra Eva Sverrisdóttir 0, Aníta Rut Helgadóttir 0, Helga Jara Bjarnadóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Daníel Steingrímsson
Áhorfendur: 163
Staða:
1 Grindavík 14 10 4 1230 - 1075 20
2 Njarðvík 14 10 4 1249 - 1150 20
3 KR 14 10 4 1122 - 1119 20
4 Valur 14 9 5 1229 - 1113 18
5 Haukar 14 9 5 1239 - 1191 18
6 Keflavík 14 8 6 1241 - 1203 16
7 Stjarnan 14 6 8 1129 - 1185 12
8 Tindastóll 14 5 9 1131 - 1191 10
9 Ármann 14 2 12 1022 - 1226 4
10 Hamar/Þór 14 1 13 1066 - 1205 2



