Mannlíf

Sagnastund á Garðskaga á laugardaginn
Miðvikudagur 14. janúar 2026 kl. 17:27

Sagnastund á Garðskaga á laugardaginn

Sagnastund á Garðskaga verður haldin laugardaginn 17. janúar 2026 kl. 15:00. Salt framleitt á Reykjanesi verður þar til umfjöllunar.

Salt er mikilvægt til geymslu matvæla og nær sú saga langt aftur. Með salti mátti auka verðmæti fisks frá því sem var er hann var útiþurrkaður. Saltfiskur stóð að mestu undir afkomu samfélags okkar þar til frysting kom til upp úr stríðinu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Finna má salt sem safnast hefur í jörðu. Einnig er það unnið með eimingu á sjó. Á árunum 1977–1996 var salt unnið á Reykjanesi skammt frá Reykjanesvita.

Þá sögu þekkir Gunnar Häsler. Hann fylgdi því verkefni frá byrjun. Gunnar rifjar upp þá sögu og kemur á sagnastund. Frásögn hans greinir sögu saltframleiðslu á Reykjanesi.

Sagnastundin er á veitingastaðnum Röstinni á Garðskaga.

Öll velkomin.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga



Framsókn
Framsókn