Fjölmenn þrettándagleði í Reykjanesbæ
Þrettándagleðin í Reykjanesbæ var fjölmenn. Hefðbundin dagskrá fór fram við Hafnargötu nú á sjöunda tímanum í kvöld en myndarleg skrúðganga undir forystu álfakóngs og álfadrottningar. Þá voru púkar og tröll á ferðinni, auk síðasta jólasveinsins.
Söngur og gleði var á sviði við Hafnargötu en brennu var aflýst vegna óhagstæðrar vindáttar. Björgunarsveitin Suðurnes bætti það upp með glæsilegri flugeldasýningu, sem sjá má í spilara hér að neðan.
Myndirnar voru teknar við hátíðarhöldin þegar jólin voru formlega kvödd. VF/hilmarbragi





