Hviða eignarhaldsfélag umsóknir - 25. jan
Hviða eignarhaldsfélag umsóknir - 25. jan

Íþróttir

Sótti um vinnu í fyrirtæki formanns og endaði í UMFN liðinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 18. janúar 2026 kl. 13:52

Sótti um vinnu í fyrirtæki formanns og endaði í UMFN liðinu

Hjalti Már Brynjarsson, formaður Knattspyrnudeildar UMFN og eigandi verktakafyrirtækisins Grjótgarða sló tvær flugur í einu höggi þegar hann réði nýjan starfsmann sem var nýkominn til landsins og bauð honum ekki bara starf heldur líka að ganga til liðs við Lengjudeildarlið Njarðvíkinga. Frá þessu er greint á Fotbolti.net.

Maðurinn heitir Mathaus Lima Santos og er fæddur á Grænhöfðaeyjum. Þegar Hjalti fór að rýna í ferilskrá mannsins þegar hann sótti um starfið, kom í ljós að hann hafði verið atvinnumaður í knattspyrnu og leikið knattspyrnu með atvinnumannaliðum í Portúgal, Rúmeníu og á Grikklandi. Rafn Markús Vilbergsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá UMFN svarar þeirri spurningu hvernig það kom til að Felix Mathaus kom til UMFN:

„Felix kom til landsins í lok september og mætti þá óvænt í framhaldi á skrifstofu Hjalta Más Brynjarssonar, formanns knattspyrnudeildar Njarðvíkur og eiganda Grjótgarða, verktakafyrirtækis í Reykjanesbæ, í leit að vinnu. Felix afhenti Hjalta ferilskrá sína og þar kom í ljós að hann hafði verið atvinnumaður í knattspyrnu alla sína tíð," segir Rafn Markús.  „Í kjölfarið spjölluðu þeir saman um fótbolta og Njarðvík og hafði Hjalti samband við mig í framhaldinu. Felix mætti síðan á fyrstu æfinguna hjá Davíð Smára eftir að hann tók við liðinu. Á þeim tímapunkti var ákveðið að gefa honum séns, leyfa honum að æfa með liðinu og spila í æfingaleikjum, áður en einhver ákvörðun yrði tekin. Hann átti góða leiki varnarlega gegn Fylki, KR og FH og skoraði að auki þrjú mörk eftir föst leikatriði. Í framhaldinu var ákveðið að ganga til samninga við hann þar sem þetta er flottur leikmaður, með mikla reynslu og mikill karakter, sem vonandi á eftir að reynast okkur vel."

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Felix skoraði fyrir UMFN í æfingaleikjum í desember og í upplýsingum um leikmanninn þá voru þannig að nafn hans var Felix Hjaltason (Garðarssonar).

„Hann var skráður markaskorari hjá Njarðvík á fótbolti.net í leikjunum gegn KR og FH. Þetta var létt grín innan félagsins, þegar rætt var um Felix innan félagsins var hann kallaður „Felix Hjalta“, með vísan í hvernig hann kom fyrst til félagsins í gegnum heimsókn á skrifstofuna hjá Hjalta Má. Þetta nafn rataði síðan inn hjá .net."